- Auglýsing -
„Heill ísskápur fullur af matvælum og einni dauðri mús,“ skrifar Sigrún Björk Sverrisdóttir inni á íbúasíðu Sveitarfélagsins Voga á Facebook.
Sigrún fór um nýliðna helgi í blíðskaparveðri vopnuð tveimur Bónuspokum að týna rusl við Reykjanesbrautina eins og hún hefur gert reglulega síðustu 13 árin. Oft hefur verið mikið af rusli en þetta sló öll met. Við bílastæðið á móti Vogaafleggjaranum blasti við ísskápur og var auk þess fullur af matvælum.
Hún spyr einfaldlega „hvað er að fólki“ og margir taka í sama streng og undra sig á þessu virðingarleysi gagnvart náttúrunni og umhverfinu.
