Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Sigurjóni bakara krossbrá þegar húshlið sprakk í Keflavík: „Það kom eitt stórt „BÆNG““

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigurjón Héðinsson og starfsfólk hans í Sigurjónsbakarí í Reykjanesbæ er í áfalli eftir að heil húshlið bakarísins sprakk frá húsinu. Sigurjón, sem er bæði bakari og eigandi, telur það kraftaverki líkast að enginn hafi slasast.

Í samtali við Mannlíf segir Sigurjón að það hafi verið svona gífurlegur gegnumtrekkur sem hafi farið með hlið bakarísins. Hann hafði áður haft tilfinningu fyrir því að þetta gæti gerst. „Það kom eitt stórt „BÆNG“ og okkur var mjög brugðið. Stelpan sem bakar hjá mér fékk alveg áfall,“ segir Sigurjón.

Aðspurður segist Sigurjón hafa verið inn í sal bakarísins að vinna þegar sprengingin varð en þá var akkúrat verið að koma með vörur. Hann segir mikla mildi að það hafi enginn verið fyrir utan þegar hliðin fór en þrjár bifreiðar sem þar voru skemmdust við atvikið. Sigurjón heldur samt ótrauður áfram að baka. „Þetta er dálítið tjón en ég læt þetta ekki stoppa framleiðsluna. Það kom svona svakalegur gegnumtrekkur að hliðin fór með gluggunum fjórum. Tréverkið fór bara. Það mikilvægasta er að einginn slasaðist, sem betur ver. Hefði einhver verið fyrir utan þá hefði orðið stórslys,“ segir Sigurjón.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -