Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Sig­urliði Guðmundsson er látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sig­urliði Guðmundsson fædd­ist í Reykja­vík 15. októ­ber 1942. Hann lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi 20. des­em­ber 2020, 78 ára að aldri.

Sig­urliði eignaðist synina Theo­dór Gísla og Sig­urð Ragn­ar með Guðbjörgu Theo­dórs­dótt­ir fyrri konu sinni. Árið 2001 kynntist hann Ríkey Guðmunds­dótt­ir 2001 en hún á börnin Odd­ný Ósk, Guðmund­ Elm­ar, Pálínu Svölu og Kol­brúnu Söndru.

Sig­urliði var raf­virkja­meist­ari og einn af frumkvöðlunum hjá Ríkissjónvarpinu en hann var einn af fyrstu starfsmönnum Sjónvarpsins. Var hann í hópi þeirra sem send­ir voru til Dan­merk­ur að nema helstu atriði sjón­varps­vinnslu áður en Sjón­varpið fór í loftið haustið 1966 og var lengi tökumaður hjá Sjón­varp­inu.

Þá var Sigurliði á setti og kvikmyndaði sjónvarpsmyndir en meðal helstu verka eru Blóðrautt sól­ar­lag (1977) og Vand­ar­högg (1980). Báðum kvikmyndunum var leikstýrt af Hrafni Gunnlaugssyni.

Sigurliði kom að kvikmyndatöku fjölda annarra verka á þeim árum sem hann starfaði fyr­ir sjón­varpið. Þá starfaði Sigurliði síðar hjá Vodafone og lét af störfum 67 ára, sökum aldurs.

- Auglýsing -

Á Klapptré, miðli sem sérhæfir sig í umfjöllun um kvikmyndagerð er greint frá andláti Sigurliða og hans minnst.

Þá myndaði Sigurliði heimildamyndina Sálin í útlegð er (1974) sem fjallaði um ævi Hallgríms Péturssonar. Sigurður Sverrir Pálsson leikstýrði eftir handriti sínu og Jökuls Jakobssonar. Einnig kvikmyndaði hann heimildarmynd um höggmyndlistarskáldið, Einar Jónsson.

- Auglýsing -

Útför þessa merka kvikmyndagerðarmanns fór fram í Kópavogskirkju í gær. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var streymt frá athöfninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -