Laugardagur 28. janúar, 2023
5.1 C
Reykjavik

Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli krísu: Tapaði fylgi í sjö af tíu stærstu sveit­ar­fé­lög­un­um

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Eftir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar er það deginum ljósara að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn missti fylgi í tuttugu sveit­ar­fé­lög­um, en þetta kemur fram á Stundinni.

Flokkurinn missti fylgi í þrem­ur þeim fjöl­menn­ustu og sjö af tíu fjöl­menn­ustu sveit­ar­fé­lög­un­um.

Hildur Björnsdóttir leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Staða Sjálfstæðisflokksins veiktist í 7 af 10 stærstu sveitarfélögum landsins; þar af í þremur þeim stærstu; á höfuðborgarsvæðinu missti flokkurinn fimm sveitarstjórnarfulltrúa.

Sérfræðingar sem Stundin ræddi við telja ekki ólíklegt að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafi nú í meira mæli leitað yfir til Framsóknarflokksins; sem þótti reka mjög öfluga kosningabaráttu og náð til fólks.

Leiðtogi Framsóknarflokksins í Reykjavík, Einar Þorsteinsson, vann stórkostlegan kosningasigur í Reykjavík.

Einnig að þá hafi landsmálapólitíkin smitað yfir í sveitarstjórnarkosningarnar; líklegt sé að áróður gegn Sjálfstæðisflokknum eftir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi haft  slæmar afleiðingar fyrir flokkinn.

Útkoman varð sem sé sú að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði fylgi í 20 sveitarfélögum í kosningunum um liðna helgi, miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum síðan.

- Auglýsing -

Í allt búa 80% landsmanna í sveitarfélögunum 20 þar sem flokkurinn missti fylgi; vissulega mismikið þó.

Þessi fugl náði ekki góðu flugi fyrir kosningarnar og útkoman eftir því.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sveitarstjórnarfulltrúum í 14 sveitarfélögum, en flokkurinn bætti hins vegar við sig fylgi í 13 sveitarfélögum – og sveitarstjórnarfulltrúum í 6 sveitarfélögum.

Í 13 sveitarfélögum hélst fulltrúatala flokksins óbreytt. Fjórum færri en tapa í raun ellefu Hveragerði 52,4% 32,8% Í heildina eru sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins 113 talsins en voru 117 að loknum sveitarstjórnarkosningum 2018.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -