- Auglýsing -
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort byssu hafi verið skotið á skrifstofu Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Göt á glugga hennar benda til þess að byssukúlur hafi farið þar í gegn.
RÚV greinir frá þessu en lítið annað er vitað að svo stöddu. Heimildir herma að starfsfólk hafi tekið eftir götunum þegar það mætti til vinnu í morgun.