Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

SÖFNUN – Pétur fékk tvö alvarleg heilablóðföll: „Þessi harmleikur var mikið reiðarslag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölskylda Péturs safnar nú fyrir kraftaverkasprautu í Bandaríkjunum eftir að Pétur fékk tvö alvarleg heilablóðföll. Missti hann forræðið yfir börnum sínum tveimur vegna veikindanna en stefnir á að ná sér að fullu aftur, svo hann geti verið til staðar fyrir börnin.

Pétur Daníelsson hefur ekki átt auðvelda ævi. Hann fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla fyrir 27 árum og neyddist hann til að fara í sinn fyrsta uppskurð aðeins 12 klukkustundum eftir að hann kom í heiminn. Nýlega fékk Pétur tvö alvarleg heilablóðföll og var hætt kominn á tímabili. Lamaðist hann á hægri síðu og var í hjólastól fyrstu vikurnar og átti mjög erfitt með að tala og tjá sig. Þurfti hann að læra allt uppá nýtt.

Litla systir Péturs, Lena Davíðsdóttir skrifaði á dögunum færslu á Facebook þar sem hún segir frá raunum bróður síns og biður fólk um að styrkja hann. Lena gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi til að birta færsluna í heild sinni.

„Kæru vinir, vandamenn, fjölskylda og allir sem þetta kunna að lesa:

Okkur langar að biðja ykkur um hjálp fyrir hann elsku Pétur okkar. Frá unga aldri hefur lífsleið Péturs ávallt verið þakin þyrnum, en hann fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og aðeins tólf tímum eftir að hann kom í heiminn þurfti hann að leggjast undir skurðhnífinn og fara í sína fyrstu aðgerð; þá næstu þegar hann var aðeins tveggja daga gamall. Þrátt fyrir allan þennan viðbúnað þá dugðu úrræðin ekki til og þegar Pétur var eins árs gamall þá fluttum við fjölskyldum til Lund í Svíþjóð þar sem hann fór í þrjár stórar hjarta-aðgerðir sem þýddi það að sín fyrstu ár þá bjó Pétur meira og minna upp á spítala og var það með öllu óvíst hvort hann myndi hreinlega lifa þessi ósköp af.
Vegna veikinda sinna upplifði Pétur ekki sömu æsku og flest börn á hans aldri. Hann hefur þurft að taka lífsnauðsynleg lyf daglega, alla ævi og hafa veikindin einnig haft áhrif á námsgetu og skólagöngu hans. Ásamt því er Pétur með stór ör eftir aðgerðirnar sínar, bæði frá bringu niður á nafla og annað sem nær yfir á mitt bakið.
Í september árið 2020 lenti Pétur í enn annarri martröðinni og þurfti að berjast fyrir lífinu sínu aftur. Aðeins 27 ára gamall fékk hann mjög alvarlegt heilablóðfall og fannst hann á gólfinu heima í stofu eftir að hafa fengið blóðtapppa í höfuðið. Pétur var lagður inn á gjörgæsludeild þar sem hann fær hjálp en mánuði síðar fær hann annað mjög stórt heilablóðfall meðan hann liggur enn á spítala.Hann er strax lagður inná gjörgæslu aftur og við fjölskyldan erum logandi hrædd um að hann sé að fara frá okkur en þökk risa kraftaverki þá lifði hann sem betur fer af.
Pétur lamaðist á hægri síðu og var í hjólastól fyrstu vikurnar og átti mjög erfitt með að tala og tjá sig. Þarna þurfti hann að læra allt uppá nýtt. Eitt hænuskref í einu. Þessi harmleikur var mikið reiðarslag fyrir bæði Pétur og okkur öll, og er hann nú búinn að vera í langri endurhæfingu sem hefur sem betur fer gengið ágætlega en hann var mjög lengi að ná að getað gengið aftur og hann haltrar enn og er með hamlaða hreyfigetu.
Pétur er tveggja barna faðir og í kjölfar þessara hremminga þá missti hann forræði sitt yfir þeim sem er alveg ömurlegt fyrir hann og börnin hans. Hann Pétur okkar er hörkutól og hann þráir ekkert heitar en að getað lifað eins eðlilegu lífi og hægt er og koma sér aftur í gang og fyrra horf og vera til staðar fyrir börnin sín og sjálfan sig.
Þegar við heyrðum af því að það væri til sprauta, sem hægt er að fá í Bandaríkjunum, sem væri að gera kraftaverk fyrir fólk sem hefur lent í því að fá alvarleg heilablóðföll og hjálpa þeim að ná góðum bata, að þá langar okkur að gera allt sem við getum til að gefa Pétri tækifæri á að komast út og fá þessa sprautu til að hann geti komist í fyrra horf.
Ef ykkur langar til að rétta fram hönd til hjálpar Pétri þá er það hægt að gera með styrk í gegnum eftirfarandi reikning:
Kt: 150694-3029
Reikningsnúmer: 0537-14-400623

Margt smátt gerir eitt stórt og viljum við þakka öllum kærlega fyrir sem bæði tóku sér tíma til að lesa þennan pistil og jafnframt þeim sem leggja hönd á plóg.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -