Sprunga myndaðist við Þorbjörn og Þuríði var brugðið: MYNDBAND – „Ógeðslega spúkí“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Útlit er fyrir að sprunga hafi myndast nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík í jarðskjálftanum stóra í morgun. Myndbandi af sprungunni náði Þuríður Halldórsdóttir, íbúi í bænum.

Stór jarðskjálfti varð í morgun í nágrenni við fjallið Keili á Reykjanesi. Hús hristust og ljóst að þetta var stærri skjálfti en gengur og gerist. Mældist hann 5.7 að stærð og var fátt annað rætt á samfélagsmiðlum í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa komið kjölfarið, missterkir. Skjálftarnir eru samtals 16 sem voru stærri en 3. Skjálftinn stóri, sem og hinir, fundust víða, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.

Þuríður Halldórsdóttir, sem er fædd og uppalin í Grindavík, birti meðfylgandi myndband á Facebook þegar hún var á heimleið í dag. Þar segir hún:

„Ókei, þetta er ógeðslega spúkí sko. Það hefur eitthvað opnast þarna. Ég veit ekki hvað en þetta hefur ekki verið hérna áður. Þorbjörn er eitthvað að geifla sig, ég veit það ekki.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -