Mánudagur 11. desember, 2023
0.8 C
Reykjavik

Staðfestir framboð undir dynjandi lófaklappi: „Sjálfstæðisflokkurinn á að vera langstærstur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf greindi langfyrst frá allra fjölmiðla á Íslandi, þá hefur Guðlaugur Þór Þórðarson ákveðið að taka slaginn við Bjarna Benediktsson sitjandi formann Sjálfstæðisflokksins, um næstu helgi; þá fer fram landsfundur flokksins.

Guðlaugur Þór tilkynnti opinberlega um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu; gerði það í troðfullri Valhöll og undir dynjandi lófaklappi.

Sagði hann einfaldlega að kominn væri tími til að hætta að fagna svokölluðum varnarsigrum, og sækja fram:

„Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að sætta sig við að vera stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn á að vera langstærstur.“

Ljóst er að framundan er hörkuslagur um formannssætið á milli sitjandi formanns, Bjarna Benediktssonar, sem setið hefur á stóli formanns flokksins í 13 ár, og Guðlaugs Þórs, en landsfundur flokksins fer fram um næstu helgi, eins og áður sagði. Verður það fyrsti landsfundur Sjálfstæðisflokksins í fjögur og hálft ár.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -