Miðvikudagur 10. ágúst, 2022
9.8 C
Reykjavik

Sýður upp úr í Reykjavík: Tíkur bannaðar -„Fólk er fífl“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Reiði er að finna meðal hundaeigenda gagnvart þeim hluta hópsins sem mætir með lóðatíkur á opin hundasvæði.

Pálína nokkur stofnar til umræðunnar inni í fjölmennum hópi hundaeigenda á Facebook. Þar birtir hún einnig mynd af skilti frá Akureyri þar sem lóðatíkur eru bannaðar á svæðunum. „Ég vildi að það væri svipuð skilti á hundasvæðunum á Höfuborgarsvæðinu, þá sérstaklega þetta með lóðatíkurnar. Ég er búin að lenda í því 4× á nýju ári og það er bara 6.jan, að hitta lóðatík á opnu hundasvæði. Ógeldi rakkinn minn sem hlýðir vel fær stútfull eyru af bönunum þegar trýnið fyllist af lóðalykt. Missti hann næstum á tík sem var alveg reddý fyrir hann á gamlársdag, færði skottið frá og bauð spennt á bak,“ segir Pálína og heldur áfram:

„Það versta er að nú siðast í gær réðst á hann 40 kg rakki. En pointið er að minn er 6 kg og eina ástæðan fyrir þessari áras var lóðatíkin og tveir ógeldir rakkar og þarna varð samkeppni. Plíssssss ekki mæta með lóðatíkur á hundasvæði það er hættulegt.“

Jósa er þessu hjartanlega sammála. „Hef hitt slatta af fólki síðastliðin ár sem èg hef ekki hitt áður á hundasvæði en mæta þegar tikurnar eru að lóða. Sumir hafa ekki þóst vita og aðrir verið með stæla og beðið eigendur rakka sem hafa verið að reyna að fara uppá þær að fara með þá af svæðinu,“ segir Jósa.

Og það er sko María líka. „Það er ekkert nema heimska að mæta með lóðatík á hundasvæði. Heimska, tillitsleysi og illska gagnvart sínum eigin hundi. ekki gert fyrir hundinn heldur eigandann. Fólk er fífl?,“ spyr María.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -