2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Tæplega 34 þúsund manns hafa séð Lof mér að falla

Mun meiri aðsókn en var á Vonarstræti

Kvikmyndin Lof mér að falla eftir Baldvin Z er áfram í efsta sæti aðsóknarlista kvikmyndahúsanna eftir þriðju sýningarhelgi og hafa um 34 þúsund manns séð hana hingað til.

Til samanburðar má geta þess að þetta er mun meiri aðsókn en var á aðra kvikmynd Baldvins Z, Vonarstræti, sem hafði fengið um 28 þúsund gesti eftir þriðju sýningarhelgi árið 2014.

Alls sáu 10,476 gestir Lof mér að falla í vikunni, en heildarfjöldi gesta er 33,979 manns.

En það eru ekki bara Íslendingar sem hafa hrifist af Lof mér að falla. Stephen Dalton gagnrýnandi The Hollywwod Reporter, sá hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto og var mjög hrifinn. Hann segir í dómi sem birtist í The Hollywood Reporter á dögunum að myndin sé grípandi og hjartnæm frásögn um kunnuglegt efni, sem geri bæði angist og alsælu vímuefnamisnotkunar góð skil, þökk sé góðum leikarahópi, flottri myndatöku og handriti.

AUGLÝSING


Af aðsókn á aðrar íslenskar myndir sem nú eru í bíó er það að frétta að 197 manns sáu Kona fer í stríð í vikunni. Alls hafa 17,873 séð myndina eftir 18. sýningarhelgi, en hún var valin framlag Íslands til Óskarsverðlauna á dögunum.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is