• Orðrómur

Telja sig laus við veiruna

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Næstum öllum takmörkunum sem settar voru á vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt í Nýja-Sjálandi. Ekkert staðfest virkt smit er í landinu og telja yfirvöld þar í landi að þau séu laus við veiruna.

Ekkert nýtt smit hefur greinst í Nýja-Sjálandi í tvær vikur. Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands segist hafa stigið lítinn dans þegar hún frétti að landið væri laust við veiruna.

Hún segir að það verði þó ekki auðvelt að koma lífinu aftur í fyrra horf en núna verði fókusinn settur á að byggja upp efnahagslífið. Áfram verður eftirlit við landamærin og þurfa allir sem koma inn í landið að fara í 14 daga sóttkví.

- Auglýsing -

1.154 kórónuveirusmit hafa greinst í Nýja-Sjálandi frá upphafi faraldursins. 22 létust þar í landi vegna veirunnar.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -