Miðvikudagur 29. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Þingmaður og svarið er: „Hann bara yppti öxlum og sagði þið getið bara farið í mál“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þingmaður Flokks fólksins, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, krefur íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns er hún segir sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu hafa valdið sér.

Nú hefur Ásthildur Lóa falið lögfræðingi sínum að sækja bætur þær er hún telur sig eiga inni þar sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki sinnt lögbundnum skyldum og brotið á þeim er fasteign hennar og manns hennar var seld á nauðungaruppboði í kjölfar hrunsins hér á landi árið 2008.

„Það var brotið á okkur þannig að við úthlutun eftir uppboð tók sýslumaður ekki tillit til fyrningar vaxta og honum ber að gera það samkvæmt lögum, það er engin spurning. Og það þarf heldur ekkert að deila um hvort vextir eru fyrndir eða ekki. Og þegar honum var bent á þetta við úthlutun þá bara yppti hann öxlum og sagði þið getið bara farið í mál,“ sagði Ásthildur Lóa í samtali við ruv.is.

Það var og niðurstaðan hjá Ásthildi Lóu og manni hennar; þau stóðu í málaferlum við Arionbanka í ein 2 ár.

Krafa hjónanna hljóðar upp á 10,6 milljónir íslenskra króna. Ásthildur Lóa segir að þrátt fyrir að málaferlin hafi aldrei verið tekið á einu, málsástæðunni sem lagt var upp með til að byrja með; það er að segja, fyrningu vaxta.

„Málið er að það er ekkert réttlæti að finna fyrir íslenskum dómstólum. Þeir hafa algjörlega tekið sér stöðu sem réttargæslumenn kerfisins og ríkisins og fjármálafyrirtækja í öllum svona málum. Og þetta er bara eitt af mörgum svona málum sem hafa farið á svipaðan hátt fyrir íslenskum dómstólum, mörgum málum sem ég persónulega veit um.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -