Þriðjudagur 4. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Þorgerður vill þjóðaratkvæðagreiðslu: „Felið öðrum verkið ef þið treystið ykkur ekki til þess“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir að „það var fyrst í júlí árið 2009 sem ég fram tillögu þess efnis að þjóðin fengi að ákveða hvort hefja ætti aðildarviðræður við Evrópusambandið.“

Bætir við:

„Flutningsmaður með mér á tillögunni var Bjarni Benediktsson. Tillagan var felld af meirihlutaflokkunum þá, Vinstri grænum og Samfylkingu. Síðan þá hef ég flutt svipaðar tillögur nokkrum sinnum.“

Og Þorgerður Katrín er hvergi hætt:

„Í vikunni lögðum við þingmenn Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata fram sameiginlega tillögu svipaðs eðlis. Að halda sem fyrst þjóðaratkvæðagreiðslu og treysta þar með þjóðinni til að taka ákvörðun um hvort halda eigi aðildarviðræðunum áfram. Málið er brýnt enda eitt mesta hagsmunamál heimila og fyrirtækja, umhverfis, mannréttinda og svo má lengi telja.“

- Auglýsing -

Hún segir að „í mínum huga er það borðleggjandi að við þurfum að fá niðurstöðu í málið sem fyrst. Nema ætlunin sé að viðhalda kunnuglegu stefi í íslenskum veruleika; að fjölskyldur og fyrirtæki landsins, vakni aftur og aftur upp í endurteknum víxlverkunum vaxta og verðbólgu. Líkt og gerst hefur áratugum saman.“

Hún rifjar upp að „orðin pólitískur ómöguleiki heyrist af hálfu ríkisstjórnar þegar þessi tillaga um að treysta þjóðinni fyrir málinu er rædd. Því nú sé ríkisstjórn sem sé á móti Evrópusambandinu og geti því ekki fylgt eftir slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu; með öðrum orðum þá segja þau, í öllu sinu lítillæti, að þjóðin eigi ekki að fá tækifæri til að samþykkja mál sem stjórnarherrar eru á móti.

Við þessu er einfalt svar. Felið öðrum verkið ef þið treystið ykkur ekki til þess. Líkt og Cameron gerði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -