• Orðrómur

Þorgrímur lofar Eið í hástert -„Hann á bjarta framtíð á þessum vettvangi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Í tilefni HRÓS-dagsins ætla ég að lofa Eið Smára Guðjohnsen fyrir knattspyrnuferilinn, framlag hans til íslenska landsliðsins sem leikmaður og sem aðstoðarþjálfari. Þessi frábæri einstaklingur lék stórt hlutverk á EM 2016, þótt hann spilaði aðeins örfáar mínútur en á fundum, æfingum og á hótelinu reis hann upp þegar liðið þurfti á því að halda.“

Þetta skrifar Þorgrímur Þráinsson í færslu á Facebook síðu sinni fyrr í dag. Þorgrímur er hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera rithöfundur.

Undanfarið hefur Eiður Smári verið á milli tannana á fólki vegna meints áfengisvanda. En fyrr á þessu ári vildu menn meina að Eiður hefði mætt undir áhrifum áfengis í beina sjónvarpsútsendingu og nú á dögunum fór í dreifingu myndband af honum, að því er virðist drukknum, vera létta á sér í miðbæ Reykjavíkur.

- Auglýsing -

Í kjölfarið sendi KSÍ frá sér tilkynningu þess efnis að Eiður Smári hafi fengið skriflega áminningu í tengslum við starfsskyldur sínar hjá KSÍ og fari í tímabundið leyfi frá störfum, en muni snúa aftur af fullum krafti með landsliðinu í verkefnum haustsins.

Þorgrímur segir að síðan Eiður hafi verið ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari fyrir sex mánuðum síðan hafi öll hans nálgun, fagmennska, stjórnun, athugasemdir og útskýringar á fundum og æfingum verið fyrsta flokks.

„Ég hef fulla trú á því að hann og Arnar Þór nái að byggja upp ,,nýtt“ og spennandi landslið sem mun feta sig metorðastigann að nýju. Svo má ekki gleyma léttleikanum í kringum Eið Smára sem smitar í kringum sig. Hann á bjarta framtíð á þessum vettvangi.“

- Auglýsing -

Hér að neðan má lesa færslu Þorgríms í heild sinni.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -