Sunnudagur 2. október, 2022
9.8 C
Reykjavik

Þossi vorkennir ekki nemum: „Ég geng fram hjá HÍ og hugsa hvernig hafa þessir skítar efni á þessu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útvarpsmaðurinn Þorsteinn Hreggviðsson, eða Þossi á Rás 2, er ekki sammála því að háskólanemendur á Íslandi hafi það sérstaklega slæmt. Hann segir á Twitter að kröfur ungmenna í dag um merkjavöru og aðgang að eigin bíl fáránlegt dekur. Þar rífst hann við Donnu nokkra sem segir kerfið á Íslandi vera eins og að hríðskjóta sig í fótinn.

Donna vekur athygli á því að íslenskir háskólanemendur vinna mest allra nemenda Norðurlanda, en Stúdentaráð Háskóla Ísland stendur nú fyrir herferð um fjárhagslegt öryggi stúdenta. Þossi gefur lítið fyrir þetta. „Slaka aðeins á iPhone og Apple tölvu kröfunni, ekki vera á bíl og sleppa því að kaupa úlpu fyrir 200 k, ætti að fara langt með að bjarga fjárhagnum,“ skrifar hann.

Fyrrnefnd Donna svarar þá: „Fólk getur sleppt þessu öllu og framfærsla nema sökkar samt ennþá, eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og stofnunin er ennþá hostile, verð á leigu er ennþá það sama og verðlag almennt hátt. Þetta er ekki spurning um að kaupa merkjavörur eða ekki.“

Þossi svarar til baka að hann þekki þetta nú sæmilega. Á hverjum degi spyr hann sig hvernig háskólanemar hafi efni á öllum þeim bílaflota sem leggur við Háskóla Íslands. „Bara þetta sem ég var að segja er sparnaður upp á ca 4 milljónir yfir eitt BA eða BS. Jú það skiptir máli, meira að segja hellings máli. Ég geng fram hjá HÍ á hverjum degi og hugsa hvernig hafa þessir skítar efni á þessu. En leiga og framfærsla er alltof há ég er alveg sammála því – en ég er allavega ekki að segja það úr iPhoninum mínum, Canada Goose úlpunni minni og Alexander McQueen skónum,“ skrifar Þossi og bætir við að lokum:

„Að lokum þá er fólk í Háskólanámi ekki í vinnu það er í námi sem þýðir að það á ekki rétt á atvinnuleysisbótum.“

Hann er þá sakaður um að vera of miðaldra til að skilja þetta, hann sé boomer. Því svarar Þossi: „Við skulum bara vera ósammála um þetta – ég veit greinilega ekkert um þetta af því ég er boomer. Ég fór nú samt í gegnum háskólanám með 2 börn á námslánum og borgaði helling með okkur. Krakkarnir eru 15-23 núna þannig að ég held ég hafi ágætis innsýn í lífstíl unga fólksins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -