Sunnudagur 4. desember, 2022
-2.2 C
Reykjavik

Þrúgandi þögn vegna dýraníðs í Dölum – „Það eru skepnur þarna núna“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Bændur í Dalabyggð í Dalasýslu og nágrannar Arnars Freys Þorbjarnarsonar, bónda á bænum Kringlu, þegja þunnu hljóði vegna dýraníðs sem hann er sakaður um og er rekið fyrir dómstólum. Þrátt fyrir tilraunir þess efnis er enginn í sveitinni tilbúinn til að ræða málið við Mannlíf og er þögnin í Dölum orðin þrúgandi.

Dómsmál vegna hryllilegs dýraníðs á bænum Kringlu er nú rekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands. Bóndanum, Arnari Frey, er gefið að sök að hafa hætt að sinna dýrunum á bænum með þeim skelfilegu afleiðingum að 120 kindur og átta nautkálfar drápust.

Samkvæmt heimildum Mannlífs var aðkoman að bænum í einu orði sagt hrollvekjandi þegar nágrannar ákváðu að líta eftir skepnunum. Nautkálfarnir höfðu verið dauðir svo lengi að þeir voru orðnir þurrir viðkomu og kindurnar lágu dauðar á víð og dreif. Einhverjar skepnur á bænum náðu að brjóta sér leið í hlöðuna og komast þannig fóður.

Sjá einnig: Hrollvekjandi dýraníð í Dölum: Alls 120 kindur og átta nautkálfar sultu til dauða vegna vanrækslu

Eins og gefur að skilja var nágrönnum afar brugðið og var þá þegar tilkynnt til MAST, Matvælastofnunar, um hið hrottalega dýraníð á Dölum. Þar hefur málið farið sína leið og er nú fyrir héraðsdómi eins og áður sagði. Athygli vekur hins vegar að stofnunin hefur nú veitt sambýliskonu Arnars leyfi til að halda fram dýrahaldi á bænum en þau sinntu saman búskap áður en illa fór.

„Þú þarft í sjálfu sér ekkert leyfi til að vera með dýrahald“

Þórður Pálsson, dýraeftirlitsmaður hjá MAST, segist í samtali við Mannlíf lítið geta tjáð sig efnislega um málið en að almennt þurfi ekki leyfi stofnunarinnar til að vera í sauðfjárbúskap. Aðspurður staðfestir hann að sambýliskonan fái að halda áfram búskap og dýrahaldi á bænum. „Þú þarft í sjálfu sér ekkert leyfi til að vera með dýrahald. Þetta fólk er ekki gift og við lítum svo á að hún sé sér einstaklingur. Við lítum ekki þannig á málið að hún hafi verið í búskapnum þegar þetta var. Ég held að hún hafi ekki verið að svæðinu og það eru skepnur þarna núna. Okkar krafa er sú að hann komi ekki nálægt þessu,“ segir Þórður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -