• Orðrómur

Tímabær framganga og hörð útreið í beinni

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í hverri viku velur Mannlíf þá einstaklinga sem hafa átt góðu gengi að fagna í vikunni sem er að líða og þá sem átt hafa betri vikur. Í þessari viku eiga utanríkisráðherra og seðlabankastjóri sviðsljósið.

Góð vika

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, á allt hrós skilið fyrir framgöngu Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland er í fararbroddi ríkja sem þrýsta á stjórnvöld í Sádí-Arabíu sleppi baráttufólki fyrir mannréttindum úr haldi og sýni samstarfsvilja við alþjóðlega rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Í umfjöllun New York Times segir að þetta sé í fyrsta skipti sem sótt er að Sádí-Arabíu á þessum vettvangi. Það var löngu kominn tími til enda hefur konungsríkið allt of lengi komist upp með gróf mannréttindabrot í skjóli gríðarlegs olíuauðs.

- Auglýsing -

Slæm vika

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri

Andstæðingar bólusetninga hafa átt betri vikur enda aldrei þægilegt þegar eigin villutrú er afhjúpuð. Skúli Mogensen er líka í þrengri stöðu en flesta óraði fyrir og þrautaganga WOW air virðist engan enda ætla að taka. En verstu útreiðina í vikunni fékk án efa Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, mætti fyrir þingefnd í vikunni þar sem hann fann rannsókn Seðlabankans á gjaldeyrismálum flest til foráttu. Tryggvi er grandvar og yfirvegaður maður en þunginn í orðum hans var slíkur að titrings mun gæta innan Seðlabankans allt þar til nýr seðlabankastjóri tekur við í haust.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -