Þriðjudagur 21. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Tvö varðskip sem börðust í þorskastríðunum seld: „Hin mestu happafley“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Búið er að afhenda nýjum eiganda hin fornfrægu varðskip, Tý og Ægi.

Hin sögulegu tímamót urðu hjá Landhelgisgæslu Íslands á mánudaginn er gengið var formlega frá sölu varðskipanna Týs og Ægis og þau afhent nýjum eiganda.

Samkvæmt vef Landhelgisgæslunnar var afsal vegna sölu skipanna undirritað á skrifstofu Gæslunnar í Skógarhlíð en að lokun undirritun, fór fram virðuleg kveðjuathöfn um borð í Ægi og Tý við Sundahöfn. Fyrrverandi skipverjar drógu skutfánann niður á meðan starfsmenn Gæslunnar stóðu heiðursvörð. Tók Georg Kr. Lárusson, forstjóri Gæslunnar við fána Ægis og Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdarstjóri aðgerðasvið, tók við fána Týs. Lauk þar með áratuga farsælli sögu skipanna í þágu íslensku þjóðarinnar en bæði skiptin reyndust þjóðinni vel í Þorskastríðinu við Breta.

Ægir var smíðaður í Álaborg í Danmörku árið 1968 og var í rekstri Gæslunnar til ársins 2015. Tók Ægir þátt í 50 og 200 mílna þorskastríðunum og var það áhöfn hans sem beitti leynivopni flotans, togvíraklippunum frægu, á breskan togara í fyrsta sinn þann 5. september árið 1972.

Varðskipið Týr var afhent Landhelgisgæslu Íslands í mars árið 1975 og kom mikið við sögu í 200 mílna þorskastríðinu. Klippti áhöfn Týs á togvíra fjölda togara, bæði breskra og þýskra. Fór Týr nánast alveg á hliðina er breska freigátan Falmouth sigldi tvívegis á Tý og laskaði verulega.

Þá tóku áhafnir beggja skipa þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarafrekum að því er segir á vef Gæslunnar. „Ægis og Týs bíður nú nýtt hlutverk og óhætt er að segja að þau hafi reynst hin mestu happafley,“ segir á vef Landhelgisgæslunnar.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -