Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Úlfari dreymdi um að myrða mann – Skaut ungan fjölskylduföður 4 sinnum í hnakkann

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í apríl árið 1976 fékk ungur maður á Akureyri löngun til að uppfylla gamlan draum. Draumur hans var að myrða mann. Hann braust inn í sportvöruverslun að kvöldi sunnudagsins 4. apríl og stal 22 kalibera Remington riffli og skotum. Eftir að hafa gjöreyðilagt búðina með að skjóta af rifflinum hélt hann á brott. Hann ætlaði að láta drauminn rætast.

Um var að ræða 18 ára gamlan sjómann, Úlfar Ólafsson, sem var þegar orðinn góðkunningi lögreglunnar fyrir smáglæpi þrátt fyrir ungan aldur.

Lést samstundis

Skömmu eftir innbrotið mættu tveir menntaskólanemar Úlfari við Akureyrarkirkja þar sem hann mundaði að þeim rifflinum og kvaðst mundu skjóta þá. Þeim var illa brugðið en Úlfar lét byssuna síga, sagði hana óhlaðna og hló. Drengirnir flúðu hið snarasta.

Því næst var Guðbjörn Tryggvason, 28 ára kvæntur tveggja barna faðir, á banvænni leið Úlfars. Guðbjörn var á gangi og hugðist heimsækja vin sinn. Þótt þeir þekktust ekki neitt virðist vera að þeir hafi spjallað saman hinir rólegustu í örskotsstund áður en Úlfar lyfti rifflinum og skaut Guðbjörn fjórum skotum í hnakka og eitt í öxl. Guðbjörn lést samstundis.

Lögregla var kölluð á svæðið snemma á sunnudagsmorgunin þegar hjón rákust á illa leikið lík Guðbjörns. Það tók yfirvöld ekki langan tíma að tengja saman ránið á rifflinum við morðið á Guðbirni. Rifflinum hafði verið hent 160 metrum frá þar sem hann fannst í snjóskafli. Raðnúmer staðfesti að um hið stolna vopn var að ræða.

- Auglýsing -

Á röngum stað á röngum tíma

Málið var strax tekið traustum tökum og fjöldi manna yfirheyrðir, þar á meðal piltarnir sem Úlfar hafi rekist á við kirkjuna. Gátu þeir gefið greinargóða lýsingu á manninum og var Úlfar handtekinn í kjölfarið. Eftir að hafa verir yfirheyrður í rúman sólarhring játað hann morðið á Guðbirni, hæglátum og vel liðnum fjölskyldumanni, sem var svo óheppinn að vera á röngum stað á röngum tíma.

Að sjálfsögðu var Úlfar látinn sæta geðrannsókn en var talinn sakhæfur og dæmdur til 16 ára fangelsisvistar fyrir þetta tilefnislausa og hrottalega morð sem átti sér engar málsbætur. Hæstiréttur mildaði dóminn í 12 ár í febrúar 1978 sökum ungs aldurs Úlfars auk þess sem hann hafði skýlaust játað brot sitt.

- Auglýsing -

Kveikti í Hrauninu

Úlfar komst aftur í fréttirnar árið 1981 þegar hann, ásamt tveimur öðrum föngum, kveiktu í fatageymslu á Litla-Hrauni sem erfiðlega gekk að slökkva. Bæði fangar og fangaverðir hlutur reykeitrun og talið var að fangar í einangrunarklefum hafi verið í lífsháska áður en slökkviliði tókst að ráða að niðurlögum eldsins. Allir þrír fengu tveggja ára dóm fyrir íkveikjuna sem talin var að hafa komið bæði föngum og starfsfólki í lífsháska.

Flestir töldu íkveikjuna hafa verið hluta af flóttatilraun en það játuðu þremenningarnir aldrei.

Úlfar flutti til Danmerkur eftir að hafa setið af sér dóm sinn og lést þar árið 2009, 51 árs að aldri.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -