Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Unglingur með þroskaskerðingu stunginn þrívegis í Reykjavík: Fluttur með hraði á spítala í aðgerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

18 ára unglingspiltur var stunginn þrisvar sinnum síðdegis í gær; átti árásin sér stað í undirgöngum við Sprengisand í Reykjavík.

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfesti þetta við fréttastofu RÚV.

Var unglingspilturinn, sem er með þroskaskerðingu, á leið sinni á íþróttaæfingu þegar ráðist var að honum og reynt að stela af honum hjóli.

Í kjölfarið var drengurinn stunginn þrisvar sinnum með hníf. Hann var fluttur með hraði á gjörgæslu þar sem hann fór strax í skurðaðgerð; sem betur fer er hann ekki talinn í lífshættu.

Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn, og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 12. október.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -