- Auglýsing -
Rétt í þessu barst póstur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að fjórir séu nú í haldi í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær.
„Upphaf málsins var að tilkynning barst lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöld um átök á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup á Hólshrauni. Lögreglan hélt þegar á vettvang og fann þolandann, sem var fluttur á slysadeild og úrskurðaður þar látinn skömmu síðar. Í kjölfarið voru fjórir aðilar handteknir í tengslum við málið.
Rannsóknin er á frumstigi og ekki verða veittar frekar upplýsingar um málið að svo stöddu.“
Fréttin verður uppfærð