Þriðjudagur 24. maí, 2022
8.1 C
Reykjavik

Verða að aflýsa fjölda flugferða á næstu dögum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Af­lýsa þarf fjölda áætl­un­ar­ferða til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar næstu daga þar sem af­kasta­geta í smit­próf­un­um á komuf­arþegum er ekki nægj­an­lega mik­il. Talið er að ferðaplön um tvö þúsund farþega muni riðlast næstu daga vegna niðurfellingana.

Á vefnum Túristi.is er greint frá því að þegar skimanir á komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi byrjað 15. júní þá hafi afkastagetan takmarkast við tvö þúsund sýni á dag. Hingað til hafi ekki reynt á þetta hámark en frá og með miðvikudeginum næstkomandi þurfi að fella niður allt að sex áætlunarflug á dag til að halda fjölda komufarþega undir tveimur þúsundum.

Segir að vefnum um ferðaplön um tvö þúsund farþega muni riðlast næstu daga vegna þessara niðurfellinga. Samkvæmt evrópskum reglum eigi farþegar rétt á bótum upp á 400 evrur, 64 þúsund krónur, ef flugferðir eru felldar niður með stuttum fyrirvara. Nái reglurnar utan um þessar aðstæður blasi við að greiða þurfi farþegum næstu daga um 128 milljónir í bætur.

Ósammála um hver eigi að takast á við stöðuna

Rætt er við talsmann Isavia sem segir það vera í verkahring svokallaðs sam­ræm­ing­ar­stjór­a fyr­ir ís­lenska flug­velli að takast á við stöðuna. Umræddur samræmingarstjóri, Frank Holt­on, fram­kvæmda­stjóri Airport Coord­inati­on, er þessu hins vegar ósammála.

„Ég sé að Isavia reiknar með að ég, sem samræmingarstjóri, taki að mér það verkefni að valda farþegum og flugfélögum vonbrigðum með því að svipta þau áður staðfestum lendingartímum. Það get ég gert en ákvörðun um slíkt verður að koma frá Samgöngustofu og þaðan þurfa að koma leiðbeiningar um hvernig velja eigi á milli flugferða við þessar sérstöku aðstæður,” segir Holton í samtali við Túrista.

- Auglýsing -

Segir hann að auka þyrfti afkastagetuna í smitprófunum upp í þrjú þúsund sýni á dag, næstu tvær vikur, til að koma í veg fyrir niðurfellingu á flugferðum. Önnur lausn gæti verið að veita ákveðnum þjóðum undanþágu frá skimunum.

Í dag hefur verið boðaður aukafundur hjá samræmingarteymi íslenskra stjórnvalda vegna málsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -