- Auglýsing -
Ný verðbólgumæling Hagstofunnar sýnir að mæld verðbólga síðustu tólf mánuði nemur 9,8 prósentum; er verðbólgan nú komin undir tíu prósentin á nýjan leik; eftir að hafa mælst 10,2 prósent í febrúarmánuði: það var hæsta mælda verðbólga á Íslandi frá árinu 2009.
Hagstofan birti í dag mælingu á vísitölu neysluverðs; mælist tólf mánaða verðbólga nú 9,8 prósent, eftir að hafa mælst 10,2 prósent í febrúar.

Til að bregðast við hækkun verðbólgu voru stýrivextir Seðlabankans hækkaðir um 1 prósentustig nýverið; eru stýrivextir bankans nú 7,5 prósent.