Laugardagur 3. desember, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Verðlaunarithöfundi neitað um milljón króna lán: „Áratuga hollusta skilvísra kúnna er ekkert metin“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Einar Kárason, hinn margverðlaunaði rithöfundur, einn sá besti sem við Íslendingar höfum eignast, er ekki par sáttur við svar sem hann fékk hjá þjónustubankanum sínum, og fjallar um málið á Facebook-síðu sinni:

Ein af mörgum frábærum bókum Einars Kárasonar.

„Hef verið í viðskiptum við sama íslenska bankann í 40 ár, með sama reikning og sömu kennitölu. Bankinn hefur reyndar að minnsta kosti skipt þrisvar um nafn og kennitölu á þessum tíma, en mín viðskipti hafa verið vandræðalaus,“ segir Einar, sem er margverðlaunaður rithöfundur hér heima sem erlendis, og bætir við:

„Sæmileg velta en aldrei fimmeyringur í vanskilum, af lánum, kortum eða útgjaldareikningi.“

Einar stendur í framkvæmdum við hús sitt og hafði samband við bankann og bað um milljón króna lán:

„Nú þurfti að skipta um þak hér á húsinu, margra milljóna framkvæmd, og ég hringi í bankann og spyr hvort hann geti hjálpað mér með milljónkall í smátíma.“

- Auglýsing -

Einar var afar vonsvikinn með svarið sem hann fékk frá bankanum sínum sem hann hefur verið í viðskiptum við í tæpa hálfa öld:

„Þú verður fyrst að fara í greiðslumat.“

- Auglýsing -

Einar fær heljarinnar stuðning frá vinum á síðu sinni og einn þeirra, Reinhold Richter, er ekkert að skafa utan af hlutunum:

„Að þeir skuli ekki skammast sín helvítis bankarnir. Nú er öll persónuleg þjónusta flogin inn í tölvur og viðkiptavinirnir notaðir til hins ítrasta með heimabanka tengingu að vinna fyrir bankann og rukkaðir um þjónustugjöld ofaná allt annað. Áratuga hollusta skilvísra kúnna er ekkert metin. Fari þeir norður og niður helvítis bankarnir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -