• Orðrómur

Viðreisn sparkar stofnanda flokksins: „Einróma niðurstaða að bjóða mér neðsta sætið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -
Viðreisn hefur hafnað þeirri ósk stofnanda flokksins, Benedikts Jóhannessonar, að hann fái að leiða lista flokksins og boðið honum botnsæti á listanum. Benedikt upplýsir þetta á Facebook.
„Síðastliðið haust lýsti ég því yfir að ég gæfi kost á mér í oddvitasæti á einhverjum lista Viðreisnar á Suðvesturhorninu,“ skrifar Bebedikt og vísar í erindi sitt til flokksinsþar sem hann býðst til að tryggja Viðreisn góðan árangur á Suðvesturhorninu. „Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“
Benedikt segir að fljótlega hafi orðið ljóst að fleiri vildu sitja í efstu sætum en í boði voru. Hann taldi að í flokki sem legði áherslu á opið og gagnsætt ferli væri eðlilegast að efna til prófkjörs.
Af augljósum ástæðum afþakkaði ég
„Ég lagði það til. Reykjavíkurráð flokksins valdi annan kost og uppstillingarnefnd valin. Hún hefur verið að störfum frá því í byrjun febrúar,“ skrifar Benedikt.
Hann segir að Þorsteinn Pálsson, formaður uppstillingarnefndar, hafi boðað hann til fundar á þriðjudag.
„Á fundi okkar sagði hann mér, að það væri einróma niðurstaða nefndarinnar að bjóða mér neðsta sæti listans. Af augljósum ástæðum afþakkaði ég það. Þar með er útséð um að ég verði í framboði fyrir Viðreisn að þessu sinni, en ég held áfram í pólitík og styð nú sem fyrr grunnstefnu Viðreisnar, enda hygg ég að ég hafi skrifað megnið af henni. Sjaldan hefur verið brýnni þörf fyrir einbeitta, frjálslynda rödd í samfélaginu og ég mun ekki láta mitt eftir liggja,“ skrifar Benedikt.
Benedikt bauð sig fram í Norðausturkjördæmi undir fána Viðreisnar en náði ekki kjöri.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -