Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Viðurkennir að það hafi verið mistök að tilkynna ekki strax alvarlegt atvik

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs Icelanda­ir segir að mistök hafi verið gerð hjá Icelanda­ir þegar rann­sókn­ar­nefnd sam­göngu­slysa var ekki strax til­kynnt um al­var­legt flug­at­vik á Kefla­vík­ur­flug­velli í októ­ber 2016.

„Við til­kynnt­um þetta of seint,“ segir Jens Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs Icelanda­ir í samtali við Morgunblaðið í dag og vísar þar til umrædds atviks þegar minnstu munaði, eða aðeins nokkrum sekúndum, að stórslys yrði þegar flugmaður farþeguþotu Icelandir lækkaði flugið of hratt stuttu fyrir lendingu í Keflavík. Viðvörunarkerfi vélarinnar fór í gang og varð til þess að flugmaðurinn hætti við aðflug, sem kom í veg fyrir að vélin skylli í jörðina, eins og segir í greininni. Alls voru um 113 manns um borð.

Fyrsta tilkynning um atvikið barst ekki fyrr en næsta morgun og segir í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar sam­göngu­slysa að af þeim sökum hafi ekki verið hægt að tryggja hljóðupp­tök­ur hljóðrita vél­ar­inn­ar af því. Þetta hafi sett strik í reikninginn þegar atvikið var rannsakað.

Í samtali við Morgunblaðið ber Jens við að verklagsreglur Icelandair um að verklagsreglur fyrirtækisins varðandi alvarleg atvik af þessu tagi hafi ekki verið nægilega skýr. Nú sé búið að skerpa á þeim og brýnt hafi verið fyrir starfsfólki að tilkynna svona alvarleg atvik undireins.

Í grein Morgunblaðsins er ennfremur athygli vakin á því að ekki er um einangrað tilvik að ræða og er rifjað upp alvarlegt atvik flugvélar á Gardermoen-velli í Nor­egi árið 2002. Bent er á að þá hafi engin tilkynning borist frá Icelandair heldur hafi vélin flogið til Stokkhólms og því næst til Keflavíkur. Þá fyrst hafi yfirvöldum hérlendis verið tilkynnt um atvikið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -