Miðvikudagur 24. maí, 2023
7.1 C
Reykjavik

Vilhjálmur argur út í Sólveigu Önnu: „Það grátbroslega er að hún tók síðan nákvæmlega sama samning“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Félagsfundur Eflingar samþykkti í gær að boða til atkvæðagreiðslu um aðild þess að Starfsgreinasambandi Íslands; forysta Eflingar telur lítið fást fyrir þann pening sem aðildin að SGS kostar, en þetta kom fram á RÚV.

Segir Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, Eflingu ekki greiða meira en önnur félög til sambandsins, og að greiðslan miðist við stærð félaganna; hann segir það ekki rétt að Efling fái lítið fyrir aðildina; SGS hafi til dæmis gert nýverið samning við Landsvirkjun sem Efling á aðild að.

„En svona er þetta. Þetta verður bara ákvörðun sem forysta Eflingar verður að taka en hinn endanlegi dómur um úrsögn mun að endingu koma frá hinum almenna félagsmanni.“

Vilhjálmur segir það erfitt, þegar enginn mótaðili er til staðar, að ræða kosti og galla samstarfs.

„Það er dálítið skrýtið að tala um mikilvægi þess að vera stór og sterkur og samstaða sé mikilvæg á sama tíma og verið er að kljúfa hreyfinguna með þessum hætti eins og þarna er verið að gera. En þetta er bara þeirra ákvörðun og ábyrgðin er þeirra.

En það grátbroslega í þessu öllu saman er að hún tók síðan nákvæmlega sama samning og Starfsgreinasambandið gekk frá og mælti með honum og greiddi síðan atkvæði með honum eins og fram kom í fjölmiðlum.“

- Auglýsing -

Vilhjálmur er á því að afleiðingar úrsagnar velti á þeim sem eftir verða í SGS; þeir eru 43 þúsund talsins.

„Það er svo sem ekkert nýtt að það séu einhverjir aðilar á aftökulista formanns Eflingar og núna er það fyrrverandi samherji hennar, innan gæsalappa, innan Starfsgreinasambandsins. En gleymum því ekki að í október í fyrra þá var viðtal við formann Eflingar þar sem hún talaði um mikilvægi þess að ganga út úr Alþýðusambandi Íslands vegna þess að hún væri að borga svo mikla fjármuni inn til Alþýðusambandsins en fengi enga þjónustu þar. En núna hefur hún fundið sér nýjan óvin sem að er í Starfsgreinasambandinu. Hún verður bara að eiga þessa hluti við sig, hún stjórnar þessu, þannig er það bara.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -