Föstudagur 20. maí, 2022
12.8 C
Reykjavik

Vill stjórnarteymi Icelandair burt

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Starfsfólk þjónustuvers Icelandair er ósátt við að 50 starfsmönnum skuli hafa verið sagt upp í apríl þegar COVID-19 faraldurinn geisaði á meðan fyrirtækið heldur í 40 starfsmenn hjá þjónustufyrirtæki á Filippseyjum. Þeir gagnrýna fyrirtækið og VR fyrir að hafa stutt kjarabaráttu flugfreyja en þagað þunnu hljóði þegar starfsfólki þjónustuversins missti vinnuna.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ekki vera hafinn yfir gagnrýni og þykir leitt að geta ekki hjálpað starfsmönnum Icelandair betur en raun ber vitni. Honum finnst galið ef flugfélagið ætli sér að halda áfram með núverandi stjórnendur og stjórnarmenn við stýrið. „Ég stend alveg fyllilega við þá skoðun mína að ég tel félagið órekstrarhæft með núverandi stjórn og stjórnendur Icelandair. Það verður órekstrarhæft til framtíðar nema komi til breytinga þar á. Grimmileg framkoma félagsins við starfsfólk, fyrst og fremst okkar félagsmenn, hefur orðið til þess að ég fer ekki frá þeirri kröfu,“ segir Ragnar.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Ragnar finnur til með brottreknum starfsmönnunum en segir ósköp lítið sem stéttarfélög geti gert þegar kjarasamningar á almennum markaði verji ekki starfsaldur. Hann telur algjörlega óboðlegt að Icelandair úthýsi starfsemi hér og færi til Filippseyja. „Þarna er verið að segja upp okkar fólki á meðan þjónustan er færð til landa sem þverbrjóta öll alþjóðleg viðmið um lífsgæði og launakjör. Mér finnst þetta siðlaust. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég vil stjórnendateymið þarna burt og mér finnst líka siðlaust af lífeyrissjóðum að fjárfesta í félagi sem kennir sig við að verja íslensk störf en fórnar störfum fyrir útvistun af þessu tagi,“ segir Ragnar.

„Öll mín gagnrýni á Icelandair hefur verið í nafni okkar félagsmanna. Við hjá VR styðjum baráttu allra stétta en það er sáralítið sem við getum gert til að verja hag okkar félagsmanna gagnvart fyrirtækjum sem starfa á almennum markaði og fara í mjög miskunnarlausar uppsagnir þar sem ekki er tekið tillit til starfsaldurs. Þetta er skelfileg staða og ég hef óendanlega samúð með þessu fólki en það er ekkert sem við getum gert.“

Lestu meira um málið í Mannlíf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -