• Orðrómur

WIZZ Air planaði bækistöð á Íslandi eftir fall WOW

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ungverska flugfélagið WIZZ Air átti í viðræðum um slíka stöð strax eftir fall flugfélagsins WOW. Íslenska félagið féll á föstudegi og voru yfirmenn þess ungverska mættir á fundi hér á landi strax á mánudegi eftir fallið. Það hætti hins vegar við þar sem ekki fékkst nógu hagstætt verð frá Isavia á þeim tíma. Nú eru aftur á móti uppi allt aðrar aðstæður til samninga sem hefur fengið ungverska félagið til að dusta rykið af plönunum um íslenskt útibú.

Andras Rado, samskiptastjóri WIZZ Air, segir félagið hins vegar ávallt opið fyrir nýjum tækifærum til að stækka samgöngunet félagsins.

Líkt og Mannlíf greindi fyrst frá hefur Ungverska lággjaldaflugfélagið WIZZ Air hafið bein flug frá Íslandi til þriggja borga í Evrópu næstu daga. Um er að ræða flug milli Keflavíkur og Búdapest, Vínarborgar og Lundúna. Svo herma áreiðanlegar heimildir Mannlífs og eru upplýsingar um fyrstu flugferðirnar þegar farnar að birtast á vef Keflavíkurflugvallar. Heimildir Mannlífs herma einnig að WIZZ sé að skoða möguleikann á því að opna útibú hérlendis. Flugfélagið er einnig orðað við endurkomu á Frankfurt-flugvöll.

Útibú með fjórar til fimm vélar

Forsvarsmenn WIZZ Air hafa kynnt plön sín fyrir samstarfsaðilum í Leifstöð og standa vonir til að ferðir hefjist á morgun. Þá eru planaðar flugferðir til bæði Búdapest og Vínar en 8., 10. og 12. júní er áætlað flug til Luton-flugvallar á Englandi. Heimildir Mannlífs herma að ungverska félagið sé einnig að skoða möguleikann á því að opna bækistöð hér á landi þar sem fjórar til fimm flugvélar yrðu staðsettar.

Andras Rado, samskiptastjóri WIZZ Air, vill ekki staðfesta opnun bækistöðvarinnar í samtali við Mannlíf en segir félagið hins vegar ávallt opið fyrir nýjum tækifærum til að stækka samgöngunet félagsins. Hann segir félagið stöðugt vakandi gagnvart þeim tækifærum sem bjóðast á flugmarkaði en vill annars lítið gefa upp varðandi framtíðarplönin.

Andras Rado, samskiptastjóri hjá WIZZ Air

Lestu nánar um málið í Mannlífi.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -