• Orðrómur

Hrikalega gott og fljótlegt: Tíramísú á 15 mínútum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Stundum er ekki nauðsynlegt að standa fyrir framan hrærivélina tímunum til að leggja eftirrétt á borðið. Margir hafa nauman tíma til stefnu eða vilja verja honum í annað. Hér er geggjað tíramísú sem hægt er að gera á aðeins 15 mínútum.

 

Skyndi-tíramísú

fyrir 4

2 dl heitt uppáhellt kaffi
2 msk. sykur
3 msk. romm eða marsala-vín, má sleppa
500 g mascarpone-ostur
150 g niðursoðin mjólk (sweetened condensend milk)
1½ tsk. vanilludropar
4-8 fingrakökur, skornar í tvennt
kakó, til að sáldra yfir réttinn

- Auglýsing -

Hrærið saman sykur og kaffi þar til sykurinn leysist upp, setjið til hliðar og látið kólna aðeins. Hrærið rommið saman við ef notað. Þeytið saman mascarpone-ost, niðursoðna mjólk og vanilludropa. Dýfið fingrakökunum ofan í kaffiblönduna. Leggið fingrakökurnar ofan í fjórar skálar eða glös, skiptið ostablöndunni á milli glasa og sáldrið kakódufti yfir, endurtakið til að búa til tvær hæðir.

Umsjón / Nanna Teitsdóttir Mynd / Hallur Karlsson

Veistu meira um málið?

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -