Laugardagur 27. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Skiptar skoðanir um formannsslag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson náði þeim áfanga að hafa verið formaður Sjálfstæðisflokksins í áratug fyrr á þessu ári. Í sögu flokksins hafa einungis tveir formenn setið lengur, Ólafur Thors, sem var formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1934 til 1961, og Davíð Oddsson, sem var formaður hans frá 1991 til 2005. Í ljósi þess sem gengið hefur á í stjórnmálum síðastliðinn áratug má það teljast pólitískt afrek.

Mikið er rætt um það í íslensku stjórnmálalífi, jafnt á meðal andstæðinga Sjálfstæðisflokksins sem stuðningsmanna hans, hvort Bjarni sé farinn að hugleiða að láta gott heita og að það gæti gerst á næsta landsfundi, sem haldinn verður snemma á næsta ári.

Aðallega eru tveir nefndir sem mögulegir arftakar: Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokksins og ráð­herra ferða­mála-, iðn­að­ar-, nýsköp­unar og dóms­mála.

Mjög skiptar skoðanir eru á meðal fólks sem vinnur í nálægð við hann reglulega, í þinginu eða innan ríkisstjórnarinnar, um hvað hann ætli sér að gera. Viðmælendur úr því mengi hafa sumir sagt að þeim finnist Bjarni virka frekar áhugalaus gagnvart öðrum málum en þeim sem snúi beint að hans ráðuneyti, og beiti sér til að mynda lítið sem ekkert til að lægja þær miklu öldur sem eru í flokknum um þessar mundir, að minnsta kosti opinberlega.

Samstarfsmenn innan ríkisstjórnar sem Kjarninn ræddi við eru þó sumir hverjir á öðru máli. Segja að Bjarni njóti augljóslega þess sem hann sé að gera og hafi metnað fyrir því að gera það áfram.

Eina viðtalið sem Bjarni sjálfur hefur gefið undanfarin misseri þar sem hann hefur tjáð sig um áframhaldandi formennsku sína var við Þjóðmál sem komu út í október í fyrra. Þar sagðist hann ekkert vera að hugsa um að hætta í stjórnmálum. Á meðan að hann brenni fyrir þeim verkefnum sem hann sinnti og þeim breytingum sem hann vildi sjá þá væri engin ástæða til að hætta.

Nánar um málið í fréttaskýringu Kjarnans á kjarninn.is eða í nýjasta tölublaði Mannlífs.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -