Föstudagur 7. október, 2022
4.8 C
Reykjavik

Casey Affleck komst ekki í brúðkaup bróður síns: „Búðu þig undir vanstilla fjölskyldu!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Casey Affleck, litli bróðir Ben, mætti ekki í brúðkaup Ben og Jennifer Lopez um síðustu helgi. En hann sendi falleg skilaboð til þeirra á Instagram.

Í gær birti hinn 47 ára gamli leikari, Casey Affleck, ljósmynd af honum á gangi með Ben og Jennifer árið 2002 eftir að þau höfðu fyrst trúlofað sig. Þau skildu svo árið 2004 og fóru í sitthvora áttina en hafa nú náð aftur saman eftir 17 ára aðskilnað. Með ljósmyndinni skrifaði hann eftirfarandi línur: „Það er þess virði að bíða eftir góðum hlutum. Skál fyrir hæðum og lægðum, nýrri byrjun og fyrir nýrri ást sem fannst á gömlum grunni.“ Þá beindi hann orðum sínum að Jennifer og skrifaði: „Velkomin í fjölskylduna. Búðu þig undir vanstilla fjölskyldu! Grín. Ég er að grínast. Jen, þú ert gimsteinn. Við elskum þig svo mikið!!!“

Bennifer og Casey
Ljósmynd: Bayer-Griffin

En af hverju mætti Casey ekki í afmæli bróður síns? Samkvæmt E News! var hann spurður af papparassi sem sá hann hlaupa út úr Starbucks í Los Angeles, morguninn fyrir brúðkaupið. Svaraði leikarinn með hásu röddina: „Ég hef öðrum hnöppum að hneppa.“

Samkvæmt heimildarmanni sem ræddi við People missti hann af afmælinu vegna fjölskylduaðstæðna og þá sérstaklega vegna skyldu sinnar sem foreldri, hvað sem það nú þýðir. Casey á tvö börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, Summer Phoenix, 18 ára Indiana og 14 ára Atticus. Á degi brúðkaups Ben og Jennifer birti Casey færslu á Instagram sem virtist vera til Indiönu og tengjast því að þroskast. Eru lesendur varaðir við því færslan er að minnsta kosti þriggja klúta.

„Vatnið dýpkar, sjórinn víkkar og vindurinn getur aldeilis blásið. Þú hefur séð það áður. Og þó að skip séu öruggust við höfnina er það ekki það sem skip erum hönnuð fyrir. Þú ert tilbúin fyrir þetta. Þú ert einstaklega yndisleg, full af heilindum, hugrekki og góðvild. Þú munt bæta heim hinna „fullorðnu“. Og ef þú ferð út í heiminn með forvitnilegri undrun og einlægu þakklæti mun heimurinn (að endingu) mæta þér með því sama. En gleymdu ekki að einn mikilvægasta partur allra ævintýra… er að koma heim. Ég verð alltaf hér fyrir þig. Ég elska þig.“

Þó að Casey hafi ekki komst í brúðkaupið mættu fjölmargir vinir og fjölskyldumeðlimir hinna nýgiftu hjóna og fagnaði deginum með þeim. Skiptust þau á heitum fyrir framan börn þeirra en Ben á þrjú börn með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Jennifer Garner og Jennifer á tvíbura með söngvaranum Marc Anthony, fyrrum eiginmanni sínum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -