Mánudagur 27. mars, 2023
0.8 C
Reykjavik

Guðný María snýr aftur eftir erfið veikindi – Tekur lagið á Akureyrarvöku í kvöld

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Söngstjarnan og gleðigjafinn Guðný María Arnþórsdóttir er aftur komin á ról eftir erfið veikindi. Hefur hún nú sent frá sér glænýtt lag og mun koma fram á Akureyrarvöku í kvöld.

Guðný María, sem glatt hefur landann með sínum bráðskemmtilegu lögum, undanfarin ár er risin upp eftir erfið veikindi en hún greindist með sjaldgæft blóðkrabbamein. Mun hún troða upp á Akureyrarvöku í kvöld þar sem hún mun taka einn stærsta slagara sinn „Akureyrarbeib.“

Segist Guðný María vera mjög spennta fyrir kvöldinu, í samtali við Mannlíf. „Það er sérstakur heiður enda eru listamenn síðast viðurkenndir í sínum heimabæ, oftast löngu eftir andlát þeirra,“ sagði Guðný María öll hin hressasta.

Aðspurð um veikindin svarar hún: „Bati minn gengur vel, hvort sem þetta blóðkrabbamein kemur einhvern tíma aftur eða ekki.“

Guðný María er sem sagt komin á fullt aftur en nýlega sendi hún frá sér lagið „Þar til ég kveð.“ „Það er yfirlit um líf mitt og hvað Lykla Pétur muni spyrja mig að er ég mæti,“ sagði söngkonan skemmtilega við blaðamann Mannlífs. Bætti hún svo við: „Lykla Pétur mun trúlega bara spyrja mig hvernig ég hef verið, kannski einhverjar spurningar úr tónfræðinni.“ Að lokum sagði hún frá fallegum orðum kennara síns fyrrum. „Kennarinn minn í FÍH segir að bara einn listamaður hafi gert eins og ég og það er David Bowie. Ég vissi það ekki er ég samdi lagið.“

Hér má horfa og hlusta á hið glænýja lag:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -