Útvarpsstjarnan á Rás 2, Ólafur Páll Gunnarsson, betur þekktur sem Óli Palli, og eiginkona hans, Stella María Arinbjargardóttir, ætla að selja glæsilegt einbýlishús á Akranesi.
Húsið er glæsilegt í alla staði og afar smekklegt að utan sem innan, en um er að ræða 190 fermetra einbýli sem reist var árið 1954.
Ásett verð er 78 milljónir króna.
Óli Palli og Stella keyptu húsið góða fyrir fjórum árum síðan, og hafa endurnýjað húsið mikið, eða eins og segir í auglýsingunni:
„LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir glæsilegt mikið endurnýjað 190 m2 einbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara á frábærum rólegum og barnvænum stað miðsvæðis á Akranesi.
Timburverandir ásamt hellulögðum garði með skjólgirðingum.
Eignin samanstendur af forstofu, gestasalerni, stofu, borðstofu, eldhúsi, fimm svefnherbergjum, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.“