2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Reiðhjól rokseljast – „Fólk ætlar sér greinilega að hugsa um heilsuna í sumar”

Við sögðum frá því í vikunni að löng röð hefur myndast fyrir utan hjólaverslunina Örninn undanfarna daga og er útlit fyrir að margt fólk ætli að nýta sumarið í hjólreiðar.

Starfsmaður hjá Erninum sagði starfsfólk varla hafa undan við að þjónusta viðskiptavini sem eru ýmist að kaupa ný hjól, hjólabúnað eða viðgerðarþjónustu. Hann sagði þrektækin nánast hafa selst upp þegar samkomubannið tók gildi.

Markaðsstjóri TRI verslunar hefur svipaða sögu að segja. Hann segir augljóst að fólk ætli að nýta sumarið vel þrátt fyrir þá óvissu sem ríkir vegna COVID-19.

„Það er búið að vera mjög fínt að gera hjá okkur síðustu vikur en fólk ætlar sér greinilega að hugsa um heilsuna í sumar,” segir Valur Rafn, markaðsstjóri TRI, í samtali við Mannlíf.

AUGLÝSING


„Vefverslun TRI hefur gengið mun betur en undanfarin ár og hafa margir pantað CUBE reiðhjólin, trainera og fatnað og fengið vörurnar senda heim,” segir Valur.

Hann segir svokallaða trainera, sem gera fólki kleift að hjóla og æfa sig heima, hafa rokið út í mars. „Í byrjun mars seldust allir trainerar upp hjá okkur en þá vorum við að fást við mjög óvenjulegt ástand eins og allir vita.”

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is