2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Opinn samlestur í Samkomuhúsinu

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn Vorið vaknar þann 31. janúar í Samkomuhúsinu og af því tilefni verður opinn samlestur fimmtudaginn 12. desember klukkan 15-17 en þá munu leikarar lesa og syngja lögin úr verkinu á sviðinu. Gestum og gangandi er velkomið að kíkja við hvenær sem er á þeim tíma.

 

Aðgangur ókeypis. Engin skráning. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Barinn verður opinn.

Samkomuhúsið á Akureyri

Nánar um Vorið vaknar:

AUGLÝSING


Rokksöngleikurinn Vorið vaknar hlaut 8 Tony verðlaun þegar hann var frumsýndur á Broadway árið 2006. Söngleikurinn hefur síðan farið sigurför um heiminn en verður nú í fyrsta skipti fluttur af atvinnuleikhúsi á Íslandi.  Í aðalhlutverkum  eru Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Júlí Heiðar Halldórsson,  Rúnar Kristinn Rúnarsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Leikstjóri er Marta Nordal, tónlistarstjóri Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og danshöfundur er  hinn margverðlaunaði Lee Proud frá West End.

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is