Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hvað er lýðræði?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvers vegna er það hverjum og einum okkur Íslendingum svo verðmætt?
Við búum á umbrotatímum, ófriður ríkir víða og tilfinningin er jafnvel sú að bráðum sjóði upp úr öllum pottum. Við höfum mögulega sjaldan eða aldrei verið eins nálægt þriðju heimsstyrjöldinni. Hvers vegna tala ég um lýðræði í því samhengi?

Skoðum æðstu ráðendur þeirra þjóða sem nú herja hvað mest á öðrum þjóðum með það
markmið í huga að eigna sér viss landssvæði eða útrýma vissum þjóðarbrotum. Þessir
hæst ráðendur fara fram af miklu offorsi og standa í stríði í óþökk meirihluta sinnar
þjóðar. Allir verða þolendur stríðsrekstursins og raddir um frið fá ekki að heyrast. Þetta er svo kallað einræði.

Við sem þjóð erum svo heppin að búa við lýðræði og hafa óheft tjáningarfrelsi. Við
höfum lífssýn og skoðanir sem þurfa að heyrast í samfélaginu svo hægt sé að búa okkur
öllum betra líf.

Ef við viljum máta okkur við embætti Forseta Íslands þurfum við aðeins að hafa náð 35
ára aldri til þess að sækja um starfið. En til þess að ná framgöngu og komast í
lokaumferðina verðum við að ná að safna að lágmarki 1.500 meðmælum frá íbúum
landsins og sækja þau í alla fjórðunga. Til þess þarf kjark, tíma og peninga en
mikilvægast er að hafa stuðning fólks.

Þeir sem hafa starfað í opinberum störfum eða verið í pólitík hafa iðulega á bak við sig
maskínu sem fer í gang rétt áður en landkjörstjórn úrskurðar um hæfi til framboðs. Andlit þeirra eru líka þjóðinni kunn þar sem þau hafa komið fram á miðlum landsins, starfs síns vegna. En þessi forréttindi búum við þó fæst við og ef við ætlum að ná til þjóðarinnar þurfum við að fara um land allt og kynna okkur.

Ég hef síðustu vikuna ferðast með Sigríði Hrund Pétursdóttur, forsetaframbjóðanda, um
Norðurland og hitt fulltrúa þjóðarinnar okkar. Við höfum hitt fólkið sem lagði mikið á sig til þess að byggja upp landið okkar, frumkvöðla sem börðust fyrir því sem það brann fyrir og byggði upp heilu athafnasvæðin fyrir sitt samfélag. Þetta fólk hefur allt sínar skoðanir og hefur áhyggjur af því að landið okkar og réttindi séu að hverfa frá þeirri mynd sem þeim líkar best og veitir þeim öryggi.

- Auglýsing -

Þetta ferðalag hefur verið dýrmætt fyrir mig og Sigríði Hrund og komið okkur í gott
samband við fólkið á landsbyggðinni sem oft verður út undan þegar stórar ákvarðanir um þeirra byggðarlag eru teknar. Ef við aukum fjölda meðmælenda sem þarf til þess að bjóða sig fram til forseta landsins þá útilokum við á sama tíma meirihluta þjóðarinnar til þátttöku. Það tel ég afskaplega neikvæða þróun og að mínu mati ógn við lýðræði okkar. Mikil hætta væri á því að við myndum ekki fá að heyra allar raddir þjóðarinnar og þeir sem hefðu möguleika á framboði væru með á bakvið sig ópersónulegar kosningamaskínur þar sem hlutirnir gerast nánast sjálfkrafa.

Við megum ekki gleyma að það þarf mikla vinnu til þess að ávinna sér réttindi en auðvelt er að tapa þeim. Hugsum út í það hvernig samfélag við viljum skilja eftir fyrir okkar afkomendur. Stöndum saman vörð um lýðræðið !

Höfundur er Íslendingur með tjáningarfrelsi, amma, viðskiptafræðingur og kosningastjóri Sigríðar Hrundar Pétursdóttur forsetaframbjóðanda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -