Sunnudagur 28. apríl, 2024
4.8 C
Reykjavik

„Hver ertu? Hvað viltu? Hvert stefnirðu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir / Agnesi Barkardóttur

Þegar maður hlustar á innsæi sitt geta magnaðir hlutir gerst.
Ég trúi því að öllum sé ætlað eitthvert hlutverk í lífinu. Margir hafa ekki hugmynd um hvert þeirra hlutverk er í raun og veru. Margir sitja fastir í sama farinu og eru ekki endilega ánægðir á þeim stað. „Hamstrahjólið“ er svo algengur staður að festast í.
Þegar maður er í slíkum aðstæðum og langar að breyta til, er gott að hlusta á innsæi sitt. Langar þig að breyta til? Hvað ætlar þú að gera í því?

Að breyta til getur verið mjög stór áskorun í lífi margra og erfitt að framkvæma.
Hvað þarftu til þess að geta breytt núverandi ástandi til hins betra?
Spurðu þig að því hvað verði betra þegar þú hefur náð markmiðinu? Hvaða hindranir þarft þú að yfirstíga á leiðinni? Hvaða þróunarsviðum þarft þú að vinna í til að auka líkurnar á því að ná árangri? Hverjir eru styrkleikar þínir?

Fyrst og fremst þarf hugrekki til að taka ákvörðun um að breyta til og hugrekki til að standast þær áskoranir sem á vegi þínum verða á leiðinni. Þú þarft að vita hvert þú vilt stefna og setja þér markmið í þá átt.
Markmiðin þurfa að vera skýr, ákveðin og ekki síst raunhæf.
Hver er framtíðarsýn þín?
Settu þér markmið í þá átt og sigraðu sjálfa/n þig.
Þegar búið er að ákveða hvert skal haldið, er best er að brjóta markmiðið niður í lítil skref í rétta átt, eitt í einu svo áskorunin sýnist ekki of þung. Þú veist hvert þú vilt stefna og er þá mikilvægt að skilgreina ferðalagið vel, skrá niður þau atriði sem þú þarft að gera meira af eða minna af, það sem þú þarft að byrja að gera eða hætta að gera, til að ná því. Nýttu styrkleika þína til að koma þér áfram í áttina.

Breytingar geta verið erfiðar áskoranir og til þess að standast þær þarftu að hafa; hugrekki, þrautseigju, vilja, ákveðni, löngun og kraft. Þú þarft að þekkja sjálfa /n þig, gildi nþín og styrkleika.

Markþjálfar vinna mikið með þeim sem vilja breyta til. Verkefni markþjálfa er að aðstoða fólk við að setja raunhæf markmið og hvetja það áfram til að ná þeim.
Markþjálfi leggur fyrir þig krefjandi og áleytnar spurningar þar sem þú lærir betur inn á sjálfa/n þig og færð alla þá hvatningu sem þú þarft til að halda áfram og sigra.
Þú færð aðstoð við að skilgreina gildi þín og styrkleika í lífinu og aðstoð við að finna út hvort þú lifir eftir þeim.

- Auglýsing -

Hver ertu? Hvað viltu? Hvert stefnirðu?
Svörin liggja öll hjá þér!

Höfundur er markþjálfi og félagi í FKA.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -