Almannaeigum er stjórnað úr bakherbergi í Valhöll

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -
„Ein grunnkenning nýfrjálshyggjunnar er að lýðræðisvettvangurinn sé spilltur en hinn svokallaði markaður ekki. Samkvæmt nýfrjálshyggjunni getur hinn svokallaði markaður ekki spillst því hann sé með innbyggða leiðréttingu. Á grunni þessara kenninga var það talið siðuð umbótastefna að flytja ákvarðanir frá lýðræðisvettvanginum yfir á hinn svokallað markað og umbreyta opinberum rekstri svo hann falli að lögmálum arðsemisdrifinna einkafyrirtækja. Stofnunin var spillt en einkafyrirtækið ekki. Opinberir starfsmenn voru spilltir og sóuðu fé en fólk sem vann hjá einkageiranum bjó til verðmæti og hafði réttlætið eitt að leiðarljósi.
Það er sorglegt að þurfa að skrifa þessa vitleysu, að samfélag okkar hafi fallið fyrir svona lélegum kenningum. Og svo áberandi vitlausum. Ef við nefnum nokkur dæmi; Samherji, Kaupþing, Baugur, WOW, Borgun, Panama … áttum okkur strax á að það er ekki hægt að vísa til neinnar viðlíka spillingar innan hins opinbera.
Spilling grasserar þar sem mikið valdaójafnvægi er og þar sem dagsljósið nær ekki til. Umbreyting nýfrjálshyggjuáranna hefur því ekki dregið úr spillingu heldur aukið hana. Og það hefur hrúgast upp fyrirbrigði sem eru í raun kjörlendi fyrir spillingu, lokuð herbergi án eftirlits þar sem stórar ákvarðanir eru teknar.“

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -