Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Afar óvenjulegt haust í Grýtubakkahreppi: „Ég hef aldrei slegið í október fyrr“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á frétt Bændablaðsins kemur fram að Stefán Rúnar Sævarsson, bóndi á Syðri-Grund í Grýtubakkahreppi, hafi verið að ljúka slætti í gær, 21. október. Veðrið var hið besta, miðað við árstíma, 10 gráða hiti og stilla.

„Ég hef aldrei slegið í október fyrr,“ segir Stefán í samtali við blaðamann Bændablaðsins.
Einnig náði hann að slá á miðvikudaginn en alls náði hann rúmlega 100 rúllum en hann fór yfir um 30 hektara af túnum.

Síðast sló Stefán 10. ágúst síðastliðinn en var svo að henda sér í önnur verkefni sem þurfti að sinna, eins og að taka upp kartöflur. Veðrið var heldur ekki alltaf nógu gott. Síðustu misseri hafa veðurguðirnir ekki sparað regnið. „Ég átti nú alls ekki von á að þessi rigningarkafli yrði svona langur, en það var bara allt í einu þegar vel var liðið á september komið haugagras. Gæti verið að áburður hafi farið að virka í rigningartíðinni,“ sagði Stefán við Bændablaðið. En nú segist hann vera steinhættur.

Aðspurður hvort hann ætli ekki að fagna deginum og heyskaparlokum segist hann sennilega splæsa á sig soðbrauði með hangikjöti.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -