Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Flutningaskipi Síldarvinnslunnar snúið við á leið til Odessa – Gengi bréfa hefur fallið undanfarið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Flutningaskipi með vörusendingu frá Síldarvinnslunni í Neskaupsstað á leið til Odessa var snúið við er Rússar réðust inn í Úkraínu. Gengi bréfa í Síldarvinnslunni hefur fallið undanfarna daga sökum innrásar Rússlands í Úkraínu.

Samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallarinnar í gærmorgun og Austurfrétt sagði frá, var vörusending á leið til Odessa snarlega stöðvuð og skipinu snúið við um leið og fréttist af innrás Rússlands.

Segir í tilkynningunni að Úkraína hafi verið eitt þýðingamesta viðskiptaland Síldarvinnslunnar síðustu ár og að þangað sé selt mikið af makríl, loðnu og síld. Úkraína hefur keypt um 33% frosinna uppsjávarafurða undanfarin ár og enn meira þau ár sem loðnan var ekki veidd.

Af þessum sökum fylgjast stjórnendur Síldarvinnslunnar náið með þróun innrásarinnar. Útistandandi viðskiptakröfur fyrirtækisins í landinu eru nú um 1,1 milljarður króna en auk þess eru loðnubirgðir ætlaðar Úkraínumönnum í geymslum Síldarvinnslunnar. Ekki ku vera hægt að áætla áhrifin á reksturinn sem hljótast af innrásinni.

Odessa er ein af þeim borgum sem orðið hefur fyrir loftárásum Rússa og var flutningaskipi á leið þangað með birgðir, snúið við fyrir helgi og siglir nú aftur til Neskaupsstaðar.

Síldarvinnslan segir í tilkynningu að hún harmi stríðsátökin og að hugur Síldarvinnslufólks sé hjá Úkraínskum viðskiptavinu sem og öllu fólkinu í landinu. „Öll fordæmum við þær gegndarlausu árásir sem úkraínska þjóðin er að verða fyrir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -