Miðvikudagur 15. mars, 2023
-6.9 C
Reykjavik

Geiri kveður eftir 35 ár og býður öllum í kaffi – Gulu ástarpungarnir verða áfram á boðstólum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég ætla að leika mér meira í golfi,“ segir Sigurgeir Erlendsson, Geiri bakari, í samtali við Mannlíf. En hann hefur rekið Geirabakarí, í Borgarnesi síðastliðin 35 ár. Nú er komið að leiðarlokum og Geiri sem er 69 ára snýr sér að áhugamálunum.

Segist hann ekki eiga von á því að leiðast þar sem hann eigi mörg áhugamál sem hann hafi ekki náð að sinna sökum anna síðustu ár. „Ég er mikill áhugamaður um veiði og útivist “ segir hann.

Mynd af facebook síðu Gerabakarís.

Geiri bakari og Annabella Albertsdóttir þakka fyrir sig og bjóða gestum og gangandi til veislu, fimmtudaginn 16. mars frá 15:30 til 17:30.  Með þessu vilja þau þakka íbúum og velunnurum fyrir síðustu 35 ár sem þau hafa rekið Geirabakarí, sem er staðsett við enda Borgarfjarðarbrúar á Þjóðvegi 1.

Geirabakarí hefur verið vinsæll áningastaður hjá ferðalöngum sem eiga leið í gegn um Borgarnes enda bakkelsið þar margrómað og ekki síst ástarpungarnir sem eru landsfrægir fyrir gula litinn.

Nýir eigendur, hjónin Sissi og Þórdís, taka síðan við rekstri Geirabakarís frá og með 17.mars. Sissi er ekki ókunnur rekstrinum en hann hefur starfað sem bakari hjá Geirabakarí undanfarin ár.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -