Miðvikudagur 8. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Höfuð ljóðskáldsins fundið – Íbúi segist hafa fundið það í runna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hið horfna höfuð ljóðskáldsins Þorsteins Valdimarssonar, sem hvarf af brjóstmynd sinni í Hallormsstaðarskógi í sumar, er fundið og aftur komið í hendur Skógræktarinnar. Fannst höfuðið fyrir einskæra tilviljun í heimahúsi á Egilsstöðum.

Í frétt Skógræktarinnar segir að lögreglan hafi verið að sinna öðru verkefni í heimahúsi á Egilsstöðum er þeir tóku eftir höfðinu. Sagðist íbúi í húsinu hafa fundið það í runna.

Höfuðið fundið.
Ljósmynd: Skógræktin

Fram kemur í frétt Austurfréttar að höfuðið hafi um árabil verið á stuðlabergsstöpli í Trjásafninu á Hallormsstað á stað sem kallast Svefnósar. Bjó Þorsteinn þar gjarnan í tjaldi þau sumur sem hann vann í skóginum. Það var svo um miðjan ágúst sem skáldið missti höfuðið, ef svo má að orði komast. Fannst það ekki aftur fyrr en nú, þrátt fyrir ítarlega leit.

Fram kemur hjá Skógræktinni að lögreglan muni ekki aðhafast frekar í málinu sem Skógræktin kæri. Segir þar að mestu máli skipti að höfuðið er fundið og sé komið á öruggan stað. Næsta skref sé svo að finna leið til að koma höfðinu aftur á sinn stall, skógargestum til yndisauka og til minningar um Þorstein, eins og það er orðað hjá Austurfrétt.

Ljóðið Örn eftir Þorstein Valdimarsson:

Þar sem ég er, þar er ég,

- Auglýsing -

svo einfalt er það.

Og þegar ég fer, þá fer ég

og þá fyrst, í annan stað.

- Auglýsing -

Handgenginn engum áttum,

af öllum frjáls,

næ ég hvarvetna háttum

mín sjálfs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -