Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Nýjasta skip íslenska flotans landaði 2000 tonnum á Eskifirði: „Geri aðrir betur segi ég nú bara“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasta skip íslenska flotans, Margrét EA 70, landaði fyrsta farmi sínum á Eskifirði á sunnudag en það voru 2000 tonn af loðnu.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að skipið hafi verið smíðað í Noregi árið 2008 en kom hingað til lands frá Skotlandi en þar hét það Christina S. Síðastliðinn miðvikudag kom skipið til Reykjavíkur og í kjölfarið var hafist handa við að uppfylla öll tilskilin leyfi samkvæmt íslenskum reglugerðum um fiskiskip.

Á föstudagsmorgun lagði Margrét af stað í loðnumiðin út af Reykjanesi og aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún var komin á miðin var búið að dæla úr nótum fjögurra skipa um borð í Margréti. Hún sigldi svo með hráefnið austur á Eskifjörð til vinnslu.

Samherji á skipið en á vef fyrirtækisins er viðtal við skipstjóra Margrétar, Hjört Valsson, sem sagði að ferlið allt hefði gengið framar vonum. „Allt var klappað og klárt síðdegis á fimmtudeginum en mín bjartsýnasta spá var að það yrði hugsanlega við lok föstudagsins, þannig að þetta gekk allt saman vonum framar. Það eru fjölmargir þættir í ferlinu sem þurfa að ganga upp en með góðri og þéttri samvinnu allra tókst að ljúka þessu á innan við tveimur sólarhringum og halda á miðin út af Reykjanesi. Skipið fór frá Skotlandi á sunnudegi og innan við viku síðar er sem sagt landað hérna á Eskifirði. Geri aðrir betur segi ég nú bara. Loðnuvertíðin er líklega á lokametrunum, þannig að hver sólarhringur er dýrmætur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -