Föstudagur 23. september, 2022
6.1 C
Reykjavik

Reyna að taka á óþekktarormum í strætó: „Ætla að koma skilaboðum til kennara og foreldra“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Það er búið að funda með fólki hjá Múlaþingi sem taka þetta alvarlega og ætla að koma skilaboðum til kennara og foreldra,“ segir Hlynur Bragason, eigandi rútufyrirtækisins Sæta í samtali við Austurfrétt. Sæti gerir meðal annars út strætisvagninn á milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Samkvæmt Austurfrétt vöktu skrif Hlyns á Facebook-hópnum Íbúar Fljótsdalshéraðs athygli í síðustu viku en þar óskaði hann eftir liðsinni foreldra og forráðamanna vegna lélegs umgengnis um borð í strætisvagninum. Þá sagði hann að hegðun tiltekinna aðila og hópa væri á engan hátt sæmandi og að illa sé komið fram við erlendan bílstjóra vagnsins sem hafi í kjölfarið íhugað að láta af störfum. Nefnir hann sérstaklega ungmenni sem hangi í slánum og stundi það jafnvel að hlaupa á eftir vagninum þegar hann er á ferð.

Segir Hlynur að eftir að hann skrifaði færsluna í síðustu viku hafi ástandið skánað mikið og greinilegt að einhverjir hafi séð að sér. Hann fór þó á fund hjá fræðslufulltrúum Múlaþings á föstudaginn síðastliðinn þar sem hann kynnti þeim stöðuna. Þar á bæ ætluðu menn að láta foreldra vita og biðja þá að taka á þessu.

Hlynur segir að því miður sé þetta vandamál sem ítrekað kemur upp og sé þess valdandi að erfitt sé að fá gott og hæft fólk til starfa hjá fyrirtækinu. Biðlar hann til ungmennanna, og þá foreldra þeirra sérstaklega, að hlýða reglum í strætisvagninum því það sé alveg ljóst að slys getur orðið ef bílstjóri þyrfti fyrirvaralaust að bregðast við utanaðkomandi aðstæðum. Það gæti engað með ósköpum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -