Óvissa ríkir nú á Húsavík eftir að kórónuveirusmit kom upp meðal nemenda og starfsfólks. Skólahald í Borgarhólsskóla fellur niður í dag og á morgun vegna smitsins.Smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag samkvæmt vefsíðu Borgarhólsskóla.
Þá mælast skólastjórnendur til þess að fólk forðist hópamyndun og passi sérstaklega vel upp á persónulegar sóttvarnir.
Reynt verður að sporna við útbreyðslunni til þess að koma í veg fyrir frekari tafir á skóla og starfi í bænum.
Skólahald í Borgarhólsskóla á Húsavík fellur niður á morgun og þriðjudag vegna kórónuveirusmita meðal nemenda og starfsfólks. Þá verður Stjórnsýsluhúsið í bænum einnig lokað á morgun vegna smits.
Nokkur fjöldi starfsmanna er kominn í sóttkví. Vonast er til þess að hægt verði að opna fyrir þjónustu aftur á þriðjudag.
Fólk er að lokum hvatt til þess að fara varlega og að sjálfsögðu, spritta sig.