Miðvikudagur 7. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

„Svört skýrsla“ um slökkvilið Fjarðabyggðar – Einelti og kynferðisleg áreitni í æðstu stöðum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Yfirmenn í slökkviliðinu í Fjarðabyggð hafa verið til skoðunar hjá mannauðs- og ráðgjafafyrirtækinu Attentus ehf. vegna meintra alvarlegra eineltismála innan slökkviliðsins. Þá hafa tveir starfsmenn einnig kvartað undan meintu kynferðislegu áreiti af hendi aðstoðarslökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar.

Svört skýrsla

Attentus ehf. hefur nú skilað af sér skýrslu til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, vegna erfiðra starfsmannamála innan slökkviliðisins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs snúa starfsmannamálin að alvarlegum eineltistilburðum slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar og aðstoðarslökkviliðsstjórans gagnvart undirmönnum sínum. Þá hefur annar tveggja starfsmanna sem orðið hafa fyrir meintu kynferðislegu áreiti aðstoðarslökkviliðsstjórans, farið í veikindaleyfi. Einnig er annar starfsmaður í veikindaleyfi vegna meints eineltis frá yfirmönnunum. Mannlíf spurði aðila, sem ekki vill láta nafn síns getið, hvað honum fyndist um skýrsluna. „Þetta er svört skýrsla,“ sagði aðilinn.

Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar vildi ekkert tjá sig um málið er Mannlíf heyrði í honum. Sama var uppi á tengingnum hjá aðstoðarslökkviliðsstjóranum en hann hefur verið í leyfi frá störfum síðan Attentus tók málið að sér. „Ég hef bara ekki séð skýrsluna,“ svaraði hann er Mannlíf bauð honum að svara ásökunum um kynferðislega áreitni, en sagðist kannast við þær. „Nei, ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Þetta mál er ennþá í vinnslu.“

Kvartaði og fær ekki vinnu

Mannlíf hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að slökkviliðskona sem kvartaði við slökkviliðsstjóra vegna eineltis sem hún varð vitni að hjá slökkviliði Fjarðabyggðar, hafi lent í vandræðum með að fá frekari vinnu hjá slökkviliðinu, þrátt fyrir að hafa mestu menntun allra sem sóttu um en konan er menntaður slökkviliðs- og sjúkraflutningsmaður. Hún hefur sótt um frekari störf hjá slökkviliðinu, bæði á sömu starfsstöð og hún var á áður, sem og í álverinu á Reyðarfirði en ráðningar hafa alltaf stoppað hjá slökkviliðsstjóranum sem hefur neitað að skrifa undir. Nýlega var henni boðið í starfsviðtal vegna sumarstarfs hjá slökkviliðinu en samkvæmt heimildum Mannlífs var um að ræða einhvers konar yfirheyrslu slökkviliðsstjórans vegna skýrslunnar sem verið var að vinna af hálfu Attentus en hún hafði gefið vitnisburð í málinu. Hún fékk ekki vinnuna.

- Auglýsing -

Í svari Fjarðabyggðar við spurningu Mannlífs um téða skýrslu stóð: „Fjarðabyggð hefur nýlega fengið í hendur skýrslu sem snýr að starfsmannamálum stofnunar innan Fjarðabyggðar. Enn er verið að rýna niðurstöðurnar og málefnið er því ennþá til vinnslu. Að svo stöddu getur Fjarðabyggð því ekki tjáð sig um niðurstöður skýrslunnar. Yfirlýsingu er að vænta fljótlega í kjölfar þess að niðurstöðurnar hafa verið rýndar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -