Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Vilhelm Þorsteinsson með stærsta loðnufarm vertíðarinnar – Búið er að veiða 76 prósent af kvótanum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Seyðisfirði var stærsti farmur loðnuvertíðarinnar til þessa landað á föstudag er Vilhelrm Þorsteinsson kom með heil 3331 tonn í land.

„Verksmiðjan gengur eins vel og kostur er. Við höfum fengið glimrandi gott hráefni allan tímann,“ segir Eggert Ólafur Einarsson, verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar á Seyðisfirð í samtali við Austurfrétt.

Þá kom Polar Ammassak einnig til Seyðisfjarðar í gær, með 2008 tonn. Á morgun er svo von á Berki þangað með um 3000 tonn.  „Þeir hafa verið fljótir að fá í og þess vegna er hráefnið sem kemur að landi gott,“ bætir Eggert við.

Senn líkur loðnuvertíðinni og því líklegt að skipin séu nú í sinni síðustu veiðiferð. Fiskurinn hrygnir að lokum og deyr en samkvæmt yfirliti Loðnufrétta er búið að veiða 76 prósent af útgefnum kvóta.

Fram kemur í frétt Austurfréttar að veiðiskipin keppist því við það þessa dagana, að ná því sem hægt er að ná. Hafa þau verið við Snæfellsnes undanfarna daga en í morgun voru skipin Víkingur, Heimaey, Suðurey og Vilhelm Þorsteinsson á veiðum undir Snæfellsjökli en Jóna Eðvalds og Venus voru á leiðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -