Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Heillast af glamúr og glitri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Móeiður Svala Magnúsdóttir segist klæða sig mest í dragtir, samfestinga og hælaskó en að hennar áliti eiga allar stelpur að eiga glæsilega kjóla sem lætur þeim líða eins og prinsessum.

 

Þegar talið berst að tísku segist Móeiður Svala heillast af glamúr og glitri. „Mér finnst ekki leiðinlegt að versla, svo það má segja að ég sé svolítið með puttann á púlsinum þegar að þessu kemur. Ég elska nýja og spennandi strauma. Mér finnst mjög mikilvægt að maður klæðist því sem maður vill, óháð því hvað öðrum finnst. Sjálf er ég mikið í drögtum, samfestingum, pelsum, kápum og hælum. En líka hettupeysu og strigaskóm, það kemur fyrir. Ég versla mest í Zara hér heima en þegar ég er stödd erlendis heimsæki ég alltaf verslanir Guess, Ted Baker, og Massimo Dutti. Nethringurinn inniheldur svo síðurnar, na-kd.com, prettylittlething.com, fashionnova.com og missgcouture.com.“

„Mér finnst mjög mikilvægt að maður klæðist því sem maður vill, óháð því hvað öðrum finnst.“

Aðspurð hvaða konur veiti mestan innblástur nefnir Móeiður Svala þær Victoriu Beckham og Gigi Hadid. „Þær eru alltaf flottar sama í hverju þær eru en svo eru þær líka svo flottar fyrirmyndir.

Að mínu mati eiga allar konur að eiga minnst einn glæsilegan kjól sem lætur þeim líða eins og prinsessu í. Fjólublái kjóllinn sem ég keppti í í Miss Universe Iceland er einmitt þannig kjóll og sú flík sem hefur mesta tilfinningalega gildið í mínum fataskáp, en svo er auðvitað skylda fyrir alla að eiga góðan blazer og þægilega hælaskó.“

„Bláa Ted Baker-kápan er klárlega uppáhaldsflíkin mín því ég brosi alltaf þegar ég hugsa um hana. Ég keypti hana í London. Þetta var æðisleg ferð sem ég hugsa alltaf um þegar ég fer í kápuna.“
„Má ég segja að snjóbrettið mitt eða bíllinn sé uppáhaldsfylgihluturinn? Ef ekki verð ég að segja Prada-sólgleraugun mín sem hafa reynst mer mjög vel og eru mikið notuð.“
„Nýleg kaup í fataskápnum eru neonbleiku hælarnir mínir og bleika Guess-taskan. Töskuna gat ég bara ekki hætt að hugsa um í nokkra daga svo ég varð að fá hana og ég sé alls ekki eftir því enda nota ég hana næstum daglega. Skóna valdi ég mér þegar ég var að leita að eitthverju til þess að sýna persónuleika minn betur fyrir dómaraviðtalið í Miss Universe Iceland. Ég hafði ákveðið að vera í hvítri dragt og mig vantaði eitthvað til að poppa upp, og þá fann ég skóna. Þeir enduðu á að vera mjög vinsælir.“
Guess-taskan er í uppáhaldi hjá Móeiði.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -