Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Það jafnast ekkert á við góðan hlátur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Ingrid Kuhlman

Stundum getur lífið virkað svolítið yfirþyrmandi. Þá er gott að velta fyrir sér hvort eitthvað í nánasta umhverfi gæti glatt mann. Mynd eða sjónvarpsþáttur? Bók? Barn í leik? Upplífgandi tónlist? Áhugamál? Að hlæja getur hjálpað okkur við að gleyma vandamálum um stund. Það er fátt sem skilur eftir betri tilfinningu en hlátur.

Hlátur hefur margþætt heilsubætandi áhrif

Heilinn stjórnar ekki aðeins hugsunum okkar og getu okkar til að ganga, tala, anda og hreyfa okkur heldur framleiðir hann einnig boðefni sem hafa áhrif á hversu hratt hjartað slær og hversu vel við tökumst á við sjúkdóma. Hlátur er gott meðal fyrir líf og sál. Þegar við hlæjum framleiðir heilinn boðefni sem meðal annars

  • örva hjartsláttartíðni og bæta heilsu hjartans
  • lækka blóðþrýsting
  • auka súrefnisupptöku lungnanna
  • virka vöðvaslakandi
  • auka brennslu
  • bæta meltinguna
  • auka magn af góðu kólesteróli í líkamanum
  • minnka bólgur í æðakerfinu
  • styrkja ónæmiskerfið
  • auka orku
  • draga úr streitu og líkamlegri spennu
  • hjálpa okkur að skilja tilfinningar okkar
  • fá okkur til að gleyma áhyggjum
  • draga úr þunglyndi
  • gefa vellíðunartilfinningu
  • stilla verki
  • hafa yngjandi áhrif
  • gera okkur meira aðlaðandi
  • efla tengsl við annað fólk
  • lengja lífið

Leiðir til að kitla hláturtaugarnar

Það er hollt að hlæja. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir til að kitla hláturtaugarnar:

- Auglýsing -
  • Segðu brandara
  • Horfðu á gamanmynd eða sjónvarpsþátt sem fær þig til að hlæja
  • Vertu vakandi fyrir fyndnum fyrirsögnum í blöðum og tímaritum
  • Verðu tíma með krúttlegum börnum, þau eru heimsins helstu sérfræðingar í hlátri
  • Umkringdu þig fólki sem fær þig til að hlæja
  • Leitaðu að fyndnum myndskeiðum á netinu
  • Náðu í fyndnar (hljóð)bækur á bókasafninu eða fáðu þér áskrift að ókeypis hlaðvarpi með gamanleikritum
  • Sæktu uppistandssýningu
  • Bjóddu vinum heim í spilakvöld
  • Rifjaðu upp fyndnar minningar
  • Hlæðu upphátt að fyndnum hugsunum og deildu þeim síðan
  • Vertu vakandi fyrir því fyndna í hversdagsleikanum
  • Leystu vandamál með húmor
  • Hafðu húmor fyrir sjálfum/sjálfri þér
  • Leyfðu þér að hlæja að eigin óheppni og vandræðalegum atburðum
  • Finndu barnið í þér og leiktu þér
  • Prófaðu hláturjóga

Hlátur er smitandi og gerir okkur almennt gott. Rannsóknir hafa sýnt að jákvæð áhrif hans vara í það minnsta í sólarhring. Það góða við hlátur er að hann er ókeypis og það eru engar aukaverkanir. Hann er einfaldlega besta meðalið.

Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, FKA-kona, og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -